Yfir 60 milljónir fræja safnast

Birkisáning í Selfjalli í Lækjarbotnum er að ljúka en sumarstarfsmenn hjá Kópavogsbæ undir handleiðslu Skógræktar Kópavogs hafa unnið hörðum höndum að því að sá í örfoka landið. 

Selfjall sem er á landsvæði Kópavogs blasir við á hægri hönd þegar Suðurlandsvegur er ekinn í austur frá höfuðborgarsvæðinu og er fyrst fjalla eftir að ekið hefur verið framhjá afleggjara í Heiðmörk. 

Birkisáning á Selfalli er hluti af landsátaki um söfnun og dreifingu birkifræja. Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16.september 2020 á Degi íslenskrar náttúru. Á höfuðborgarsvæðinu hafa nú safnast yfir nær 60 milljónir fræja.

Átakið snýr að bæði loftslags- og umhverfisvernd

Átakið snýr að bæði loftslags- og umhverfisvernd og er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Með því að klæða örfoka landsvæði birkiskógi stöðvast kolefnislosun og binding hefst í staðinn. 

Birkið einstakur landnemi

Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, segir birkið vera einstakan landnema þar sem birkið hefur þá eiginleika að geta fokið og dreift sér um landið og haldið áfram sjálfbærri sáningu.

Kristinn H. Þorsteinsson formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs þegar samningar voru undirritaðir um að leik- og grunnskólar í Kópavogi mundu nýta nýtt húsnæði Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi sem fræðslumiðstöð og aðstöðuna í Guðmundarlundi til útikennslu. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar