Yfir 100 umsóknir bárust í Skapandi sumarstörf

Skapandi sumarstörf eru komin á fullt í Kópavogi. Að því tilefni litum við inn í Molann á dögunum og hittum fyrir Katrínu Birnu Vignisdóttur forstöðumann sem sagði okkur frá öllu því spennandi sem að er gerast í sumar.

,,Við eru með frábæran hóp af fólki með okkur í sumar en okkur bárust yfir hundrað umsóknir. Það var því ekki auðvelt verk að velja en við erum mjög ánægð með hópinn sem var valinn. Verkefnin eru fjölbreytt; t.d erum við með kvikmyndagerðafólk sem ætlar að gera stuttmyndir, hlaðvarpsseríu, skúlptúrseríu, hönnun og sviðslistir. Afraksturinn verður svo kynntur þegar frekari mynd er komin á vinnuferlin þeirra og hægt verður að fylgjast með dagskránni á miðlunum okkar og á meko.is. Okkur mun bregða fyrir á 17. Júní, smá innsýn inni í þau verkefni sem eru að fara af stað. Við hlökkum til þess að sýna og segja frá þessum glæsilegu ung-mennum,” segir hún.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar