Vísindin slógu í gegn í haustfríi grunnskólanna

Frábær mæting var á dagskrá Bókasafns Kópavogs þá tvo daga sem haustfrí grunnskólanna í Kópavogi stóð yfir. Boðið var upp á 3D penna, vísindasmiðju frá Háskóla Íslands, bíó og ofurhetjuperl. Að sögn Grétu Bjargar, deildarstjóra barnastarfs á safninu voru foreldrar himinlifandi með það sem í boði var og afskaplega þakklátir fyrir að vera boðið upp á eitthvað sem fjölskyldan gat gert saman á flottum frídögum. Síðustu krakkarnir úr húsi kvöddu Martin frá vísindasmiðjunni með þökkum og orðunum „þetta var rosalega gaman“. Ekki ónýt meðmæli að fá og nokkuð ljóst að mikill áhugi var vakinn á vísindum og fleiru þessa tvo daga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar