Virkilega vel gert HK

HK gulltryggði sér sæti í Bestu deild karla árið 2023 sl. föstudag með góðum sigri á Fjölni, 3-1. Liðið hefur þar með endurheimt sæti sitt á meðal þeirra bestu en HK féll niður í Lengjudeildina eftir tímabilið í fyrra.
Enn eru tvær umferðir eftir og HK á enn möguleika að vinna Lengjudeildina þrátt fyrir að líkurnar séu ekki miklar, en topplið Fylkis er fimm stigum á undan HK og á leiki eftir við Þrótt Vogum sem eru í neðsta sæti deildarinnar og fallnir og Þór Akureyri.

Lið HK hefur staðið sig feikilega vel á yfirstandandi keppnistímabili og fullkomnaði gott tímabil með sigrinum gegn Fjölni sl. föstuadag. Þjálfari HK, Ómari Ingi Guðmundsson, tók óvænt við liðinu í byrjun maí þegar tvær umferðir voru búnar og hefur náð frábærum árangri með liðið ásamt sínu öfluga þjálfarateymi.
Næsti leikur HK er útilieikur á móti Grindavík á laugardaginn og lokaleikurinn er á móti Vestra í Kórnum laugardaginn 17. september.

Myndirnar er fengnar af heimsíðu HK/ljósmyndari: Hulda Margrét.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar