Guðrún Birna le Sage, markþjálfi kemur á foreldramorgunn á aðalsafni Bókasafns Kópavogs n. k fimmtudag, 11. nóvember kl. 10:00 og fjallar um meðvitað og virðingarríkt uppeldi (RIE), uppruna þess og grunnhugmyndafræði þessarar vinsælu uppeldisstefnu og þær viðhorfsbreytingar sem hún kallar á. Ókeypis aðgangur og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Foreldramorgnar eru á aðalsafni alla fimmtudaga kl. 10:00 og eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Gestafyrirlesarar koma tvisvar í mánuði.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.