Vinsælustu bækurnar á Bókasafni Kópavogs í október

Jólabókaflóðið er hafið og nú streyma inn nýjar og spennandi bækur á Bókasafn Kópavogs, en áhugavert er að skoða hvað bækur voru mest leigðar á safninu október.

Vinælustu bækurnar voru Voðaverk í Vesturbænum eftir Jónínu Leósdóttur og Í djúpinu eftir Margréti S. Hökuldsdóttur, en þær voru leigðar 34 sinnum hvor í október. Í þriðja sæti var svo Sumarhrollur eftir Quentin Bates sem Helgi Ingólfsson þýddi. Jafnar í 4.-7. sæti voru Hildur eftir Satu Ramö í þýðingu Erlu Elíasdóttur, Atlas: saga PA Salt eftir Lucinda Riley í þýðingu Valgerðar Bjarnadóttur, Mýrarstúlkan eftir Elly Griffiths í þýðingu Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur og Skuggaliljan eftir Johanna Mo, sem Pétur Már Ólafsson þýddi. Áttunda vinsælasta bókin í október var Bústaðurinn við ströndina eftir Sarah Morgan og í 9. og 10. sæti voru Lykillinn eftir Kathryn Hughes, sem Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttur þýddu og Myrkamaðurinn, sem er gæpasaga eftir Unni Lindell, sem Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar