Jólabókaflóðið er hafið og nú streyma inn nýjar og spennandi bækur á Bókasafn Kópavogs, en áhugavert er að skoða hvað bækur voru mest leigðar á safninu október.
Vinælustu bækurnar voru Voðaverk í Vesturbænum eftir Jónínu Leósdóttur og Í djúpinu eftir Margréti S. Hökuldsdóttur, en þær voru leigðar 34 sinnum hvor í október. Í þriðja sæti var svo Sumarhrollur eftir Quentin Bates sem Helgi Ingólfsson þýddi. Jafnar í 4.-7. sæti voru Hildur eftir Satu Ramö í þýðingu Erlu Elíasdóttur, Atlas: saga PA Salt eftir Lucinda Riley í þýðingu Valgerðar Bjarnadóttur, Mýrarstúlkan eftir Elly Griffiths í þýðingu Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur og Skuggaliljan eftir Johanna Mo, sem Pétur Már Ólafsson þýddi. Áttunda vinsælasta bókin í október var Bústaðurinn við ströndina eftir Sarah Morgan og í 9. og 10. sæti voru Lykillinn eftir Kathryn Hughes, sem Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttur þýddu og Myrkamaðurinn, sem er gæpasaga eftir Unni Lindell, sem Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.