Vinnuskólinn tók þátt í hugmyndasöfnun

Vel hefur gengið að safna hugmyndum fyrir Menningarmiðju Kópavogs en hugmyndasöfnun hefur staðið yfir undanfarnar vikur og eru fjölmargar góðar hugmyndir komnar inn.

Í vikunni var Vinnuskóli Kópavogs virkjaður til þátttöku og setti sínar tillögur í púkkið en óskað er eftir hugmyndum fyrir nýtt upplifunar- og fræðslurými, útisvæðið við menningarhúsin og Hálsatorg.

„Það er frábært að fá tillögur frá unglingum í bænum um hvað þeim finnst eiga að vera nýju rými og svæðinu í kring, menningarmiðju Kópavogs,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ.

Hugmyndasöfnun á vefnum stendur út daginn í dag, 14. júlí

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar