Vinnslutillaga að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð lögð fram

Á síðsta fundi skipulagsnefndar Kópavogs var lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.

Deiliskipulag Vatnsendahæðar

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús. Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.

Forsíðumynd: Yfirlitsmynd yfir hina nýju byggð, horft austur í átt að Elliðavatni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar