Viltu komast út úr húsi til að læra?

Skólarnir eru allir komnir af stað aftur og nemar farnir að leita að lesplássi og er því flott að minna á aðstöðuna á Bókasafni Kópavogs. Lesaðstaða er á 2. og 3. hæð aðalsafns og einnig eru tvö minni fundarherbergi á safninu sem hægt er að bóka í allt að þrjá tíma í senn, gjaldfrjálst. Margir háskólanemendur hafa haft orð á „frábærri aðstöðu“ og hvað er „gott að komast aðeins að heiman til að læra“. Almennir lánþegar koma gjarnan til að glugga í tímarit og bækur og njóta þess að vera. Búið er að auka verulega við sætaframboð á safninu og er til dæmis hægt að fá sér gott sæti í handavinnuhorninu á 2. hæðinni til að horfa út um gluggann og láta hugann reika.

Öll er velkomin á Bókasafn Kópavogs. Endilega kíkið við og njótið þess sem er í boði. Við tökum vel á móti ykkur á bókasafninu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar