Ertu enn með bók heima af bókasafninu síðan fyrir pláguna eða eftir gosið? Skuldarðu svo mikið að þú þorir ekki að horfa í augun á okkur? Færðu martraðir af bókavörðum að banka upp á hjá þér með borvél í hönd? Varstu að flytja og fannst bók, sem þú tókst fyrir aldamót, á bak við innréttinguna? Þá er sektarlausa vikan, þín vika! Við spyrjum engra spurninga, tökum bara við bókinni og fellum allar skuldir niður. Ef taugarnar eru enn trekktar má alltaf nota skilalúguna á aðalsafni, við fellum skuldina samt niður. Það er ekki svo langt síðan við tókum á móti bók sem fór í útlán árið 1984 – svo ekki hafa áhyggjur, þú ert sennilega ekki með lengsta útlán í sögu bókasafna eða stærstu sektina! Velkomin á sektarlausa viku á Bókasafni Kópavogs 7. – 12. febrúar. Við tökum vel á móti ykkur.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins