Viltu taka til og skipuleggja lífið með KonMari aðferðinni? Lísa Z. Valdimarsdóttir alþjóðlegur KonMari ráðgjafi og eigandi Skipulagsgleðinnar segir frá aðferðinni sem er nefnd eftir japanska tiltektargúrúnum Marie Kondo á Bókasafni Kópavogs í dag, fimmtudaginnn 30. janúar kl. 18-19, en aðferð hennar rutti sér til rúms fyrir nokkrum árum síðan.
Farið verður yfir grunnhugmyndina að baki aðferðinni, hvernig við getum nýtt hana á heimilinu og lífinu og sýnt hvernig föt eru brotin saman með aðferðinni.
25. janúar til 1. febrúar verður nýtnivika á bókasafninu og verður þá einnig fataskiptimarkaður, námskeið í fatanýtingu og námskeið um matarnýtingu.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.