Viltu æfa þig í íslensku og hitta skemmtilegt fólk?

Æfingin skapar meistarann hefur göngu sína að nýju á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, laugardaginn 15. október kl. 10:30 og munu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hitta þátttakendur í fjölnotasal safnsins á 1. hæð. Verkefnið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að æfa sig í íslensku talmáli og kynnast öðru fólki í leiðinni. Vert er að taka fram að einhver grunnur í íslensku er nauðsynlegur til að geta tekið þátt. Fylgist með í Facebookhópnum

Æfingin skapar meistarann | Bókasafn Kópavogs og Rauði krossinn https://www.facebook.com/groups/191737076232968/

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar