Vill tryggja aðgengi allra Kópavogsbúa að rafhleðslustöðvum burtséð frá efnahag

Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi erindi Hákons Gunnarssonar varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um stefnu Kópavogsbæjar varðandi uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.

Í umsögninni Hákons kemur fram að í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 er gert ráð fyrir aukningu á fjölda rafknúinna ökutækja á skipulagstímabilinu. ,,Það er grundvallaratriði og jafnréttismál að bæjaryfirvöld marki sér nú þegar stefnu sem tryggi aðgengi allra Kópavogsbúa að rafhleðslustöðvum burtséð frá efnahag.“

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið fylgi eftir þeirri vinnu sem þegar hefur verið farið í hvað varðar skilgreingu rafhleðslustæða og leitað verði eftir áhugasömum rekstraraðilum varðandi uppsetningu og rekstur af rafhleðslustöðvum fyrir almenning í landi Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar