Vignir Íslandsmeistari í fyrsta skipti

Kópavogsbúinn, Vignir Vatnar Stefánsson skákmaður úr Breiðabliki, sem er aðeins tvítugur, nældi í
sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði í síðustu viku, en mótið stóð yfir í 10 daga. Eftir harða keppni og sviptingasaman síðasta dag varð úr að þrír keppendur enduðu efstir og jafnir og þurftu að há aukakeppni um titilinn.

Vignir hafði betur í æsispennandi bráðabana gegn stórmeisturunum og margföldum Íslandsmeisturum Hannesi Hlífari Stefánssyni(13x Íslandsmeistari) og Guðmundi Kjartanssyni (3x Íslandsmeistari).

Vignir mætti Hannesi í lokaumferðinni og ljóst að sigurvegarinn í þeirri skák myndi hampa titlinum. Jafntefli hins vegar þýddi að Guðmundur Kjartansson gat læðst inn í lokakeppnina. Lokaniðurstaðan reyndist ótrúleg, þrír efstir með 8,5 vinning og stórmeistaraáfanga. Hilmir aðeins hálfum vinningi á eftir. Við tók aukakeppni um titilinn, tvöföld umferð allir við alla. Þar endaði Vignir Vatnar uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari í fyrsta sinn.
Fyrir þá sem ekki muna þá varð Vignir Vatnar stórmeistari í mars á þessu ári þegar hann vann loka skákina á opna Arandjelovacmót inu í Serbíu. Af því tilefni sagði Vignir Vatnar í viðtali við mbl.is að hann stefndi að því að verða Íslandsmeistari í maí og hefur hann nú náð því markmiði sínu. Vignir Vatnar er sextándi stórmeistari Íslands frá upphafi.

Mynd: Vignir fyrir miðju með Hannes á vinstri hönd og Guðmund á hægri hönd

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins