Verkfall hafið í Lindaskóla í Kópavogi

Samningafundi í kjaradeilu KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk um tíuleytið í gærkvöldið, án árangurs.

Verkföll eru því skollin á meðal félagsmanna Félags leikskólakennara, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands, sem starfa í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víða um landið.

Tímabundið verkfall er því hafið í Lindaskóla í Kópavogi til 26. febrúar, sem er eini grunnskólinn í Kópavogi sem er lokaður vegna verkfalla auk þess eru allir leikskólar í Kópavogi opnir, en alls eru verkföll hafin 7 grunnskólum og í fjórtán leikskólum.

Í grunnskólum eru verkföllin tímabundin og standa til 21. febrúar og í sumum til 26. febrúar náist samingar ekki fyrir þann tíma, en alls eru sjö grunnskólar í verkfalli.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar