Verður bikarinn áfram í Kópavogi?

Úrslit í Mjólkurbikar kvenna ráðast á laugardaginn, 27. ágúst þegar ríkjandi bikarmeistarar, Breiðablik mætir Val á Laugardalsvelli

Eftir æsispennandi keppni í Mjólkurbikar kvenna í sumar er komið að úrslitastundu en framundan er hörkuleikur milli tveggja af sterkustu liðum landsins. Breiðablik og Valur mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 laugardaginn 27. ágúst og óhætt að segja að bæði lið muni leggja allt undir í þeirri von um að lyfta hinum eftirsótta Mjólkurbikar í leikslok.

Breiðablikskonur eru ríkjandi Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Þróttir Reykjavík í október í fyrra og Valskonur eru komnar í bikarúrslitin í fyrsta sinn í 10 ár. Breiðablik og Valur eru sigursælustu lið í bikarkeppni kvenna en hvort lið hefur unnið titilinn þrettán sinnum frá árinu 1981 og verður spennandi að sjá hvort liðið landar titlinum þetta árið.

Mætum á völlinn og drekkum í okkur stemninguna

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV, en við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn Breiðabliks og alla Kópavogsbúa til að næla sér í miða á leikinn á tix.is, hvetja stúlkurnar í Breiðablik til dáða beint úr stúkunni og drekka í sig stemninguna. Áfram Breiðablik.

Mynd. Bikarmeistarar Breiðbliks 2021

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar