Vel var mætt á foreldramorgun

Vel var mætt á foreldramorgun á Bókasafni Kópavogs þann 17. febrúar s. l. Létu ungir foreldrar það ekki á sig fá að koma barnavögnum í gegnum snjóþungann sem undanfarið hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu til að fá góð og gild ráð hjá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sálfræðingi varð-andi matvendni barna. Sigrún er kannski betur þekkt sem Café Sigrún og hefur hún deilt flottum uppskriftum í fjölda ára á síðunni sinni http://cafesigrun.com/ með góðum ráðlegg-ingum fyrir alla sem hafa áhuga á auknu hreysti og heilsu.

Foreldramorgnar eru í boði á aðalsafni annan hvorn fimmtudag kl. 10:00 og er næsti foreldramorgunn á dagskrá 3. mars n. k. Kemur Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur og fjallar um líkamsímynd yngri barna sem og líkamsímynd mæðra eftir fæðingu. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar