Vel var mætt í ferð Félags eldri borgara í Kópavogi, FEBK, í Guðmundarlund og lék veður við gesti. Ferðin er samstarfsverkefni FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs, ávarpaði gesti, en svo vildi til að heimsóknina bar upp á hennar fyrsta dag í embætti, miðvikudaginn 15. júní, og var því hennar fyrsta embættisverk.
Formaður FEBK, Ragnar Jónasson, bauð gesti velkomna og Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, sagði frá Guðmundarlundi og skógrækt í nágrenni hans.
Ferðin í Guðmundarlund er árviss og ætíð mikil þátttaka enda glæsilegur viðburður.
Mynd: Tinna Rós Finnbogadóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ragnar Jónasson, formaður FEBK.