Veist þú svarið? Gauti Eiríksson gefur út fjórar spurningabækur fyrir jólin

Gauti Eiríksson er uppalinn í Reykhólasveit en hefur búið í Kópavogi í rúm fimmtán ár. Gauti er afkastamikill höfundur en í ár koma út fjórar spurningabækur eftir hann. Ein þeirra er um Ísland, önnur fjallar um tónlist, sú þriðja um fótbolta og sú fjórða um golf, handbolta og körfubolta. 

Gauti nýtir bakgrunn sinn sem kennari og leiðsögumaður og hefur dálæti á því að koma fróðleik út til lesenda. En hvaðan er þessi áhugi kominn? „Faðir minn var mikill áhugamaður um örnefni og staðarnöfn. Þannig fékk ég áhugann. Pabbi var alltaf að fræða mig um nærumhverfið og svo þegar fjölskyldan ferðaðist um Ísland þá var mikið pælt og spekúlerað í landi og náttúru.“  

Gauti hefur einnig verið duglegur að birta á Youtube kennslumyndbönd í stærðfræði og náttúrufræði. Við látum í lokin fylgja þrjár spurningar tengdar Kópavogi, sem lesendur geta spreytt sig á. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar