Vefum saman bókamerki

Hönnunarteymið ÞYKJÓ býður upp á notalega Fjölskyldustund á Lindasafni, laugardaginn 2.apríl kl. 13 þar sem hægt verður að vefa sitt eigið bókamerki.  

ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði textíl-, leikfanga- og upplifunarhönnunar og stendur fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir. 

Ókeypis er í smiðjuna sem er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum. Viðburðaröðin er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Mynd: Hönnuðir ÞYKJÓ.  Ljósmynd: Sigga Ella.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar