Vantar þig fræ í pottana fyrir sumarið?

Aðalsafn Bókasafns Kópavogs býður gestum og gangandi að koma með fræ og fá fræ á móti í fræsafni bókasafnsins sem opnað var á 2. hæð í mars 2023. Til margs er að vinna þegar kemur að því að rækta eigin kryddplöntur, grænmeti og blóm. Fyrir utan að spara í heimilisbókahaldinu er það gott fyrir umhverfið og náttúruna að rækta heima, hvort sem það er úti í garði eða á svölum. Endilega kíkið við og grípið með ykkur fræpoka og jafnvel eitthvað flott lesefni um ræktun með. Verið velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar