Í haust hóf Útihreysti starfsemi sína, en það er nýtt heilsueflandi verkefni staðsett í Kópavogsdalnum.
Hvað er Útihreysti?
Útihreysti býður uppá fjölbreytta hreyfingu og útivist fyrir alla aldurshópa. Þetta eru litlir hópar þar sem við vinnum með fjölbreyttar þol og styrktaræfingar utandyra og aðlögum æfingar eftir getu hvers og eins.
Hver er ávinningurinn?
Útivist og hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu ásamt því að draga úr streitu.
Tímasparnaður þar sem æfingarnar eru aðeins 45mín. Lífsgleði og hamingja að æfa í fersku lofti og í góðum félagsskap.
Hver er á bakvið Útihreysti?
Stofnandi og þjálfari Útihreysti er Guðrún Bjarnadóttir. Hún er sveitastelpa sem hefur síðustu 20ár fest rætur í Kópavogi. Útivist og hreyfing hefur lengi verið hennar ástríða og veit hún ekkert betra en hreyfa sig undir berum himni í alls konar veðri.
Guðrún er með Crossfitþjálfara, einkaþjálfara og kennararéttindi í bandvefslosun. Hún er starfandi hóptímakennari og Crossfitþjálfari í Sporthúsinu og þjálfari hjá Virkni og vellíðan í Kópavogi.
Hvað kom til að þú stofnaðir Útihreysti? ,,Hugmyndin kom upp síðasta sumar þegar mér gafst loksins tími fyrir sjálfa mig og elta drauma mína. Fyrir ári síðan tók ég skref út fyrir þægindarammann minn og sagði upp skrifstofustarfi mínu eftir 20ár á sama vinnustað,“ segir hún og bætir við: ,,Útivist og hreyfing er mín ástríða og því draumur að geta samræmt áhugamál og vinnu ásamt því að geta hjálpað öðrum sem ekki eru að finna sig inní líkamsræktarstöðvum.“
Hvað er framundan í Úthreysti? Næsta námskeið mun hefjast strax eftir páska og það er alltaf í boði að koma í frían kynningartíma. Útihreysti er líka í samstarfi við Virk starfsendurhæfingu,“ segir Guðrún.
Þið getið fylgst með Útihreysti á facebook, Instagram og utihreysti.is