Úrslit í prófkjöri Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 í Kópavogi munu liggja fyrir laugardaginn 26. febrúar kl. 15:00. Kynning á niðurstöðum prófkjaranna mun hefjast kl. 14:50 á www.piratar.tv.
Frambjóðendur Kópavogs munu vera til staðar í Tortuga, húsnæði Pírata í Síðumúla 23 Reykjavík, eftir að úrslit hafa verið kynnt og er fjölmiðlum boðið að koma og heyra í nýkjörnum oddvitum.
Sjö einstaklingar taka þátt í prófkjörinu fyrir sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi.
Árni Pétur Árnason
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Margrét Ásta Arnarsdóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir
Indriði Ingi Stefánsson
Matthías Hjartarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir