Uppskeruhátíð sumarlesturs á Bókasafni Kópavogs

Hin árlega uppskeruhátíð Sumarlesturs verður haldin fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17:00 á 1. hæð Bókasafns Kópavogs aðalsafni. Gunnar Helgason stuðbolti og rithöfundur mætir og les fyrir börnin og allir krakkar sem koma fá glaðning. Fimm heppnir vinningshafar verða dregnir út úr öllum happamiðum sumarsins.

Sumarlesturinn er skemmtilegt lestrarátak fyrir 5-12 ára börn. Börnin hafa heldur betur verið dugleg að lesa í sumar og hafa þátttakendur samtals lesið hátt í 3000 bækur á 11 vikum! Að meðaltali lásu þátttakendur samtals 265 bækur á viku en lestrarmetið var slegið vikuna 10.-16. júní þegar börnin lásu samtals 390 bækur á einni viku! Dregið hefur verið vikulega úr innsendum happamiðum og hinir heppnu fengið gjöf og mynd af sér inn á sumarlestur.is. Það hefur mátt greina gleði og stolt í svip barnanna þegar þau hafa komið að sækja verðlaunin sín og stillt sér upp fyrir framan myndavélina. Dregið verður í síðasta skipti í Sumarlestri þriðjudaginn 20. ágúst.

Hlökkum til að sjá káta lestrarhesta á bókasafninu á uppskeruhátíðinni fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17:00. Sjáumst á bókasafninu! 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar