Undur vísindanna á Bókasafni Kópagos

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður forvitnum börnum að koma og kynnast undrum vísindanna í fróðlegri og skemmtilegri fjölskyldustund á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni.
 
Markmið Vísindasmiðjunnar eru að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins.
 
Smiðjan, fer fram laugardaginn 19. mars frá 13 – 15. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
 
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar