Undirbúningur hafinn að framkvæmdum á Traðarreit eystri

Í vikunni mun byggingarverktaki hefja undirbúning að framkvæmdum á Traðarreit eystri sem afmarkast af Skólatröð, Hávegi, Álftröð og Digranesvegi.

Fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér að húsin átta á reitnum verða rifin og reist 180 íbúða fjölbýlishús, þriggja til fimm hæða.

Um miðjan janúar mun Skólatröð frá Digranesvegi að Hávegi verða lokuð fyrir allri umferð og að framkvæmdum loknum mun gatan breytast í göngugötu á milli Digranesvegar og Hávegar. Seinni hluta janúar mun Hávegur á milli Skólatraðar og Álftraðar verða þrengdur og einstefna í austur verður sett á götuhlutann, samtímis mun Álftröð lokast fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum á reitnum stendur.

Framkvæmdaaðili verksins er Jáverk ehf. og mun fyrirtækið setja upp upplýsingaskilti um framkvæmdina og merkja lokanir og framkvæmdasvæðið. Framkvæmdum á að vera að fullu lokið um mitt ár 2025.

Mynd: Traðarreitur eystri, innigarður séð frá Skólatröð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar