Una Torfa í jólafötunum í Salnum

Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi laugardaginn 14.desember! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar.

Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp friðinn sem gleymist oft í undirbúningi jólanna. Una ætlar að skapa friðsælt og ljúft andrúmsloft eins og henni einni er lagið. 

Ímyndaðu þér heitt súkkulaði, heitt súkkulaði með eins miklum þeyttum rjóma og þig lystir, heitt súkkulaði og tvö piparkökuhjörtu á undirskál. Finnurðu hlýjuna? Svona mun þér líða þegar þú kemur að sjá Unu Torfa í jólafötunum í Salnum þann 14. desember.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins