Umbjóðendur eru um 9.500 manns

Formenn öldungaráða í Kraganum komu saman á dögunum í Kópavogi.

Öldungaráð eru hluti af stjórnsýslu sveitarfélag. „Hlutverk öldungaráða er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn og nefndir og ráð sveitarfélags um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun. Ráðin stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli aldraðra og bæjaryfirvalda um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða aldraða.“
Ástæða fyrrgreindar heimsóknar var sú að öldungaráð í þessum 5 sveitarfélögum, (Kraganum) sem eru að vinna svipaða vinnu, gætu öllum til góða miðlað reynslu sinni til hvors annars. Á fundinum kom það sannarlega í ljós að þetta er sannmæli. Umræður voru opnar og skemmtilegar, enda hópurinn að ræðu um áhugaefni sín, að bæta stöðu og hamingju eldra fólks.

Það kom fram að umbjóðendur okkar í Kraganum eru um 9.500 manns.

Fundarmönnum var það einnig ljóst að samstaða og samvinna gerbreytir stöðu okkar og slagkrafti í þeim „frumskógi” sem heilbrigðismálefni eru að verða. Ákveðið var að hittast fljótlega aftur og þróa okkar samvinnu.

Jón Atli Kristjánsson, formaður Öldungaráðs í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar