Um mikinn trúnaðarbrest að ræða

Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hefur óskað eftir upplýsingum um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða á vegum bæjarins.

Hjördís Ýr segir í bókun með fyrirspurninni að það sé af gefnu tilefni sem hún óski eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. ,,Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi. Að mínu mati er um að ræða mikinn trúnaðarbrest sem ekki er til þess fallinn að skapa traust og góða samvinnu á milli kjörinna fulltrúa. Það er því mikilvægt að fá nánari upplýsingar um hvað felst í þeim trúnaði sem hefur verið við hafður í það minnsta síðan ég hóf störf sem bæjarfulltrúi.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar