Um líffræðilega fjölbreytni í Menningu á miðvikudögum

Skúli Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Hólum, fjallar um líffræðilega fjölbreytni í hádegisfyrirlestri á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs miðvikudaginn 9. febrúar kl. 12:15.

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífkerfa á jörðinni en fer mjög þverrandi vegna áhrifa mannsins áhrif mannsins. Í því ljósi er sjónum nú í æ ríkari mæli beint að verndun hennar.

Í erindinu mun Skúli leitast við að útskýra hvað líffræðileg fjölbreytni er og í hverju verðmæti hennar felast. Rætt verður um náttúru Íslands sem er mjög sérstæð, og gefur óvenjulega skýra sýn á hvernig líffræðileg fjölbreytni verður til og er viðhaldið.

Fyrirlesturinn fer fram í fjölnota sal Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs – á fyrstu hæð. Aðgangur er ókeypis.

Í Borgarholti er gróður fjölbreyttur og jarðfræðin sérstök en fjallað verður um líffræðilega fjölbreytni í hádegiserindi Skúla Skúlasonar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar