Um 50 þúsund myndir verða teknar á Símamótinu

Góð mynd getur verið er gulls ígildi, hún getur gefið skemmtilega og góða upplifun auk þess sem hún verður frábær minning eftir því sem árin líða.

Jóhann Jóhannsson og félagar á Sporhero hafa skapað margar góðar og fallegar minningar fyrir þúsundir fjölskyldna á undanförnum árum, en ljósmyndarar Sporthero hafa myndað ungt og efnilegt íþróttafólk á rúmlega 600 hundruð mótum á undanförnum árum.

Það þekkja því sjálfsagt margir Jóhann enda hefur hann mætt á flest fótboltamót yngri flokka allt frá árinu 2010 og hann verður að sjálfögðu staddur á Símamótinu. Tækninni hefur fleytt fram og Sporthero hefur þó þróast með árunum. Nú er m.a. hægt að nýta myndina með því að prenta hana á stórt plakat, á sænguver, á forsíðu stílabóka, á bolla og margt fleira. Einnig er hægt að fá myndina á álprenti og sem býttimynd, sem hefur verið vinsælt.

Það er kannski við hæfi að byrjað spyrja Jóhann að því hvernig gengið hafi að mynda á mótum sumarsins fram til þessa enda veðrið verið æði rysjótt sem af er sumri? ,,Að mynda mótin hefur gengið flott í sumar. Í júní erum mótin búin að vera á Selfossi, Eyjum, Sauðárkróki og Akranesi og höfum við verið heppnir með verður.”

Þú fórst af stað með Sporthero árið 2010, hvað ætli myndirnar séu orðnar margar sem þið hafið tekið? ,,Myndirnar skipta milljónum. Á heimasíðunni erum við myndir ár aftur í tímann. Við geymum aftur á móti myndir aftur um 4 ár og alltaf hægt að koma til okkar og fá að skoða eldri myndir. Það er alltaf mjög vinsælt á vorin fyrir fermingar.”

Jóhann og ljósmyndarar Sporthero hafa tekið margar ómetanlegar myndir á undaförnum árum af þátttakendum á íþróttamótum yngri flokka

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að demba þér í þetta? ,,Þetta hófst allt árið 2009 með útgáfu á Íslenskum meistaraflokks fótboltamyndum undir nafni ,,Draumaliðið” þar sem börnin fóru að spyrja: ,,Megum við vera með”.”

En þetta hefur þróast mikið frá því að þú byrjaðir, nú er þetta ekki bara eingöngu ljósmynd? ,,Þegar við byrjuðum að mynda framtíðarstjörnurnar var aðeins í boð að fá plakat og límmiða. Í dag er margt í boði og vinsælast að fara í tilboðið okkar sem er Plakat, innpakkaðar fótboltamyndir og myndin send á tölvupósti.”

Mynda um 95-97% af þátttakendum á mótunum

Eru foreldrar og þátttakendur alltaf jafn spennt fyrir myndunum, eignast ógleymanlega minningu og flotta mynd? ,,Það bíða allir spenntir að sjá hvort að ekki hafi náðst góð mynd af þeim og hvað margar. Við náum að mynda um 95-97% af þátttakendum á mótinum. Óskin væri samt að ná þeim öllum nema það er svo margt sem getur komið upp sem orsakar að ekki næst að mynda alla.”

Nú er Símamótið framundan, sem er fjölmennasta stúlknamótið ár hvert – hvað verðið þið mörg að mynda og hvað reiknið þið með að skjóta mörgum myndum? ,,Við verðum með 5 að mynda, 5 í bakvinnslu og 5 koma að sölu og skráningu á myndum. Myndirnar verða hátt í 50 þúsund sem verða teknar og vinnsla á þeim allan sólarhringinn,” segir Jóhann og bætir því við að það sé eins gott að myndavélarnar eru ekki lengur með filmu eins og var í þá gömlu góðu.

Flottustu myndirnar teknar í rigningu

Svona miðað við hvernig sumarið hefur verið þá mun veðrið ekki koma þér á óvart, en þú vonast sjálfsagt eftir góðu veðri, skiptir það sköpum fyrir myndina? ,,Flottustu myndirnar eru í rigningu þar sem allir droparnir sjást vel. Best er að mynda í skýjuðu veðri þar sem logið fer ekki hratt yfir. Ég er að reyna að semja við þann sem er á veðurvélinni. Vonandi gengur það vel.”

Alltaf hægt að skoða myndir á heimasíðu Sporthero.is

Og svo geta foreldrar og þátttakendur alltaf farið inn á vefsíðuna þína, sporthero.is og leitað af myndum? ,,Ef það eru einverjir sem ekki komast til okkar á staðnum þá er alltaf hægt að fara á heimasíðu okkur. Hvert lið og flokkur er með sitt presónuverndarnúmer sem hægt er að nálgast hjá félögunum,” segir Jóhann.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar