Hyundai á Íslandi heldur upp á tuttugu ára afmæli sportjepplingsins Hyundai Tucson sem kom upphaflega á markað síðla árs 2004, en síðan þá hafa verið framleiddar rúmlega sjö milljónir eintaka fyrir alla helstu markaði heims.
Af þessu tilefni heldur Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ upp á 20 ára afmæli Tucson með kynningu á sérstakri afmælisútgáfu bílsins í dag, laugardag á milli kl. 12 og 16 í Kauptúni ásamt því að gestum verður boðið í pylsupartý og börnin geta fengið andlitsmálningu.
Sérkennandi afmælisútgáfa
Afmælisútgáfan Hyundai Tucson 20th Anniversary Edition kemur í möttum furugrænum lit með svörtum speglum og gluggaköntum og á 19 tommu satíngráum álfelgum. Bíllinn er búinn ríkulegri aukabúnaði en grunngerð bílsins, svo sem svörtum leðursætum með textíl og furugrænum saumi, sérstakri hurðasyllu með afmælismerkinu sem einnig er á höfuðpúðum og utanverðum afturhlera svo nokkuð sé nefnt. Í bílnum eru tveir 12,3“ stafrænir skjáir, annar fyrir mælaborð og hinn upplýsingasnertiskjáinn. Einnig er í afmælisútgáfunni vandað hljóðkerfi með átta hátölurum auk bassahátalara frá Krell, þriggja svæða loftkæling auk upphitan- legra og loftræstra framsæta svo nokkuð sé nefnt.

252 hestafla PHEV
Hyundai á Íslandi býður afmælisútgáfu Tucson í aldrifinni tengiltvinnútfærslu (plug-in hybrid) við 1,6 lítra og 252 hestafla bensínvél við sjálfskiptingu og bíllinn allt að 63 km drægni á rafhlöðunni. Hægt er að kynna sér verð og mismunandi búnaðarútfærslur á öðrum gerðum Tucson í verðlista á hyundai.is.
