Tveir spennandi viðburðir í boði í Gerðarsafni á festivalhátíð Hamraborgar

Í tilefni af Hamraborg Festival í Kópavogi – listahátíðar með meiru, verður boðið upp á tvo spennandi viðburði í Gerðarsafni. Listahátíðin mun teygja anga sína um alla Hamraborgina, í Midpunkt gallerí, Café Catalina og Vídeómarkaðinn svo eitthvað sé nefnt.

1) Styrmir Örn Guðmundsson 26.08.2021 kl. 18:00 í Gerðardafni

Styrmir Örn Guðmundsson myndlistarmaður og einn þeirra sem á verk á sýningunni Hlutbundin þrá verður með leiðsögn fyrir gesti kl. 18 á fimmtudeginum 26. ágúst sem er einnig opnunardagur hátíðarinnar.

Styrmir Örn Guðmundsson (f. 1984) hefur getið sér góðs orðspors fyrir gjörninga sína en hann er sögumaður, dansari, söngvari og myndskreytari. Hann hrífst af hinu fjarstæðukennda, en með því er frekar átt við milda og kærleiksríka afstöðu en þráhyggju fyrir hinu fáránlega. Hann ber umhyggju fyrir hinu fjarstæðukennda. Hann aðstoðar það við að þróast. Hann gefur því pláss meðfram öllu öðru, þar sem það getur tekið form hins óþolandi nágranna eða þíns besta vinar.

Helgin 28. – 29. ágúst er jafnframt lokahelgi sýningarinnar Hlutbundin þrá og því er um að gera að koma og skoða sýninguna. 

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, einn listamanna sýningarinnar Hlutbundin þrá, mun leiða listasmiðju fyrir fullorðna föstudaginn 27. ágúst kl. 17 í Gerðarsafni.

2) Guðlaug Mía Eyþórsdóttir 27.08.2021 kl. 17:00 í Gerðarsafni

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, einn listamanna sýningarinnar Hlutbundin þrá, mun leiða listasmiðju fyrir fullorðna föstudaginn 27. ágúst kl. 17 í Gerðarsafni.

Um er að ræða skemmtilega listasmiðju þar sem þátttakendum gefst kostur á að kanna ný sjónarhorn á umhverfi sínu í gegnum teikningu. Í smiðjunni verður hlutum snúið á alla kanta – að pæla, venda, hvolfa, sveigja, gaumgæfa og koma þeim svo óþekkjanlegum niður á blað! Ekki er þörf á skráningu, öll eru velkomin en passað verður upp á fjarlægð og sóttvarnir.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og erlendis.  Í myndlist sinni skoðar Guðlaug Mía tákn, hluti og rými hversdagsins, bæði nærumhverfi okkar og almenningsrými. Með því að umbreyta stærðum, efnum og formi kunnuglegra hluta kannar hún hvernig huglægar tengingar áhorfandans finna sér sínar eigin merkingar.

Linkur á FB viðburð Hamraborg Festival: https://fb.me/e/1Hq7Suhp0

Forsíðumynd: Styrmir Örn Guðmundsson myndlistarmaður og einn þeirra sem á verk á sýningunni Hlutbundin þrá verður með leiðsögn fyrir gesti kl. 18 á fimmtudeginum 26. ágúst

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar