Tveir kjörstaðir í Kópavogi

Kjörfundur til alþingiskosninga fer fram á morgun, laugardaginn 30. nóvember frá 09.00 til 22.00.

Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, íþróttahúsið Smárinn og íþróttahúsið Kórinn.

Allar upplýsingar um alþingiskosningarnar 2024 er að finna á kosningavef stjórnarráðssins kosning.is.
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum 30. nóvemberber 2024 með því að fara inn á síðuna Hvar er ég að kjósa?

Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12.

Hérna má finna ýmsar praktískar upplýsingar, t.d. varðandi utankjörfundarkosningar, kjörstaði, kjördeildir og fyrirkomulag á kjörstað: Alþingiskosningar 2024

Við minnum svo á skilríkin: rafræn eða plast ökuskírteini og vegabréf. Munið að uppfæra þarf stafræna ökuskírteinið sérstaklega þegar kjörseðlar eru afhentir.

Hér eru leiðbeiningar: 

Forsíðumynd: Tveir kjörstaðir eru í Kópavogi, Smárinn og Kórinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins