Tímamót og fögnuður í Salnum á laugardaginn

Næst komandi laugardag verður  25 ára afmælis Salarins í Kópavogi fagnað með hátíðartónleikum er hefjast kl. 15 og standa í klukkustund.

Átta glæný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í Kópavogi frumflutt

Þar verða frumflutt átta glæný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í Kópavogi en verkin voru pöntuð sérstaklega af Salnum fyrir tilefnið. Börnin hafa fengið tækifæri til að vinna náið með tónskáldunum að lögunum og kynnast mjög fjölbreyttri, nýrri tónlist sem samin er sérstaklega fyrir þau.

Tónskáldin koma úr ólíkum áttum og eru af ólíkum kynslóðum en öll í fremstu röð; Benni Hemm Hemm, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Lúpína, Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir. Tónsmíðarnar eru alls konar, bjartar og fjörugar, angurværar og dramatískar, yrkisefnin sótt í ólíka heima og sum lögin unnin í nánu samstarfi við börnin sjálf.

Skólakórar Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla frumflytja en kórstýrur eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir.

Á efnisskrá:

  • Bíddu eftir mér í hundrað ár eftir Benna Hemm Hemm í samstarfi við Skólakór Kársnesskóla.
  • Glimmersturta eftir Ingibjargir (Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur) í samstarfi við Kóra Smáraskóla.
  • Eins og perla eftir Jóhann G. Jóhannsson
  • Sveitageit & Skólaganga eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur
  • Lygnir um lok eftir Lúpínu(Nínu Sólveigu Andersen)
  • Raddir vorsins eftir Úlf Eldjárn. Raddir Skólakórs Kárness í einstökum hljóðheimi.
  • Tátuþula eftir Tryggva M. Baldvinsson fyrir Skólakór Kársness.
  • Bjart er yfir hugarheimi eftir Þóru Marteinsdóttur fyrir Skólakór Kársness.

Hátíðarhljómsveit skipa Alexandra Kjeld á bassa, Daði Birgisson á píanó, Guðný Jónasdóttir á selló, Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur og slagverk og Rögnvaldur Borgþórsson á gítar. Kynnir verður Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Verkefnið er búið að vera í ár í undirbúningi en tónleikarnir eru styrktir af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar, Tónlistarsjóði og Barnamenningarsjóði.

Ókeypis er inn á tónleikana.

Forsíðumynd – Kór Hörðuvallaskóla

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins