Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku lagði Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fram tillögu um að tekjuviðmið sem notuð eru til að meta rétt foreldra til tekjutengdra afslátta á dvalargjöldum leikskóla hækki í takt við launavísitölu.
Í tillögunni segir að Kópavogsbær hafi innleitt gjaldskrárhækkanir samkvæmt vísitölubreytingum, en að tekjutengdir afslættir fylgi ekki sömu leið. Tillagan miðar að því að koma á jafnvægi milli hækkana á gjöldum og greiðslugetu foreldra. „Til að gæta sanngirni og samræmis við laun foreldra sem greiða gjöldin þurfa tekjutengdir afslættir leikskólagjalda að fylgja sömu reglu,“ segir í tillögu Bergljótar.
Samkvæmt tillögunni myndu tekjuviðmið hækka eins og taflan sýnir.

Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu áhættu- og fjárstýringar og verður ákvörðun tekin síðar á grundvelli umsagnar.