Tillaga um að hækka tekjuviðmið fyrir leikskólaafslátt í takt við launaþróun

Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku lagði Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fram tillögu um að tekjuviðmið sem notuð eru til að meta rétt foreldra til tekjutengdra afslátta á dvalargjöldum leikskóla hækki í takt við launavísitölu.

Í tillögunni segir að Kópavogsbær hafi innleitt gjaldskrárhækkanir samkvæmt vísitölubreytingum, en að tekjutengdir afslættir fylgi ekki sömu leið. Tillagan miðar að því að koma á jafnvægi milli hækkana á gjöldum og greiðslugetu foreldra. „Til að gæta sanngirni og samræmis við laun foreldra sem greiða gjöldin þurfa tekjutengdir afslættir leikskólagjalda að fylgja sömu reglu,“ segir í tillögu Bergljótar.

Samkvæmt tillögunni myndu tekjuviðmið hækka eins og taflan sýnir.

Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu áhættu- og fjárstýringar og verður ákvörðun tekin síðar á grundvelli umsagnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins