Tilbúin að vinna að heillindum fyrir íbúa Kópavogs

,,Ég er afar ánægð með skipan listans sem er skipaður öflugu fólki sem er tilbúið til að vinna af heilindum fyrir íbúa Kópavogs,” segir Bergljót Kristinsdóttir nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, en á félagsfundi Samfylk-ingarinnar í Kópavogi 16. mars sl. var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma.

Í níu efstu sætum listans eru:

Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi

Hákon Gunnarsson rekstrarhagfræðingur

Erlendur Geirdal Rafmagnstæknifræðingur

Donata H. Bukowska Kennari og kennsluráðgjafi

Hildur María Friðriksdóttir Náttúruvársérfæðingur

Þorvar Hafsteinsson Viðmótshönnuður

Kristín Sævarsdóttir VörustjóriSteini Þorvaldsson Rekstrarfræðingur

Margrét Tryggvadóttir Rithöfundur

Kópavogur er á tímamótum

,,Kópavogur er á tímamótum. Kosningarnar í vor eru gríðarlega mikilvægar og tekist er á um grundvallaratriði um framtíð bæjarins. Samfylkingin kemur mjög sterk til kosningabaráttunnar með skýra sýn á hvernig samfélag við viljum byggja upp eftir nánast þriggja áratuga setu helmingaskiptaflokkanna við stjórnun bæjarins. Gildir það um skipulagsmál þar sem horfið er frá verktakaræði en áherslur verða á samráð og íbúalýðræði. Þá munum við efla samstarf við félaga- og íbúasamtök en það hefur lítið farið fyrir slíku hjá núverandi meirihluta. Þá leggjum við áherslu á mennta- og velferðarmál auk umhverfismála í anda klassískrar jafnaðarstefnu sem er leiðarstefið í okkar baráttu,” segir Bergljót Kristinsdóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar