Þurfa að hlaupa upp hinn víðfræga Himnastiga

Brekkuhlaup Breiðabliks á laugardaginn

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks og Hlaupahópur Breiðabliks kynna spennandi nýjung: Brekkuhlaup Breiðabliks.

Árennilegur! Himnastiginn er hluti af hlaupaleiðinni í Brekkuhlaupi Breiðabliks sem fram fer á laugaradaginn

Brekkuhlaup Breiðabliks 2021 verður haldið laugardaginn 15. maí kl 10:00.  Ræst verður í Kópavogsdalnum og endamarkið verður Kópavogsvelli. 

Uppsöfnuð hækkun 250 metrar

Leiðin er 15,4 km og uppsöfnuð hækkun er um 250 metrar. Hlaupinn verður skemmtilegur hringur um stíga Kópavogs en eins og nafnið gefur til kynna var lögð sérstök áhersla á að finna leið sem innihéldi brekkur til þess að gera hlaupið bæði meira krefjandi og skemmtilegt. 

Þannig þurfa þátttakendur að hlaupa upp hinn víðfræga Himnastiga, upp úr Kópavogsdal og einnig upp í efri byggðir Kópavogs. Það verður enginn svikinn af þessari áskorun. 

Þátttökugjald er 3.900 krónur en skráningu lýkur á hádegi föstudaginn 14. maí. 

Hlaupagögn verða afhent í Fífunni föstudaginn 14. maí kl 17-19.

Allar nánari upplýsingar og skráning eru á hlaup.is.

Kort af hlaupaleiðinni í Brekkuhlaupi Breiðabliks

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins