Þrír Íslandsmeistaratitlar í fjölþraut til Gerplu í frjálsum æfingum

Gerpla náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í fjölþraut um sl. helgi, en 12 fjölþrautarverðlaun voru í boði í mótinu og 8 þeirra fóru til Gerplu.

Hæst stendur Íslandsmeistaratitlar Gerplufólksins Valgarðs Reinhardssonar og Thelmu Aðalsteinsdóttur.

Valgarð vann mjög öruggan sigur, en titilinn er jafnframt sá sjöundi hjá Valgarði, magnaður árangur það. Thelma átti titil að verja frá því í fyrra og hún kom sá og sigraði á mótinu hefur því landað Íslandsmeistaratitlinum tvö ár í röð.

Mótið var í umsjá Fimleikadeildar Fjölnis og var allt hið glæsilegasta, fjölþrautarkeppnin fór fram í dag og á morgun verður keppt til úrslita á einstökum áhöldum.

Fimm af sex verðlaunum í meistaraflokki til Gerplu

Baráttan í kvennaflokki var hörð en að lokum var það eins og fyrr segir Thelma sem bar sigur úr býtum, með 48.400 stig. Jafnar í öðru sæti voru þær Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk og Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu með 47.550 stig.

Valgarð sigraði með 77.065 stig, Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu nældi sér í silfur með 74.565 stig. Rétt á eftir honum í þriðja sæti var það Atli Snær Valgeirsson úr Gerplu, með 74.231 stig.
Lilja Katrín Íslandsmeistari unglinga

Þá varð Lilja Katrín Gunnarsdóttir úr Gerplu Íslandsmeistari unglinga, en hún fékk alls 47.950 stig og sigraði nokkuð örugglega.

Þrjár stúlkur úr Gerplu skipuðu sér í efstu þrjú sætin því Kristjana Ósk Ólafsdóttir varð önnur og Rakel Sara Pétursdóttir þriðja.

Mynd. Íslandsmeistararnir Thelma og Valgarð úr Gerplu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar