Þetta var ekki markmiðið á vinnufundi íþróttaráðs

Íþróttafélagi Gerplu hefur óskað eftir því að íþróttaráð Kópavogs endurskoði nýsamþykktar reglur um ferðastyrki og afrekssjóð.

Þurfa að eiga lögheimili í Kópavogi til að fá ferðastyrk

Leó Snær Pétursson, áheyrnarfulltrúi í íþróttaráði Kópavogs lagði fram bókun á fundinum þar sem hann segir að það séu ekki góð vinnubrögð að Íþróttaráð skuli ekki taka tillit til þeirra athugasemda sem koma fram í bréfi frá íþróttafélaginu Gerplu. ,,En þar kemur fram að þeir iðkendur hjá íþróttafélaginu fái ekki afreks og ferðastyrki þegar þeir eru valdir til þátttöku í landsliðum nema þeir eigi lögheimili í Kópavogi. Þessi breyting um lögheimili sem að sett var inn í reglugerðina á seinni stigum mun hafa þær afleiðingar að þeir íþróttamenn sem búa í öðru bæjarfélagi en keppa fyrir félag í Kópavogi geta ekki sótt um þessa styrki. Þetta var ekki markmiðið á vinnufundi Íþróttaráðs 16.mars 2023 þar sem reglugerð um afrekssjóð var endurskoðuð,” segir í bókun Leós.

Vísa þessu á bug

,,Því er vísað á bug að ekki hafi verið vandað til verka eða tekið tillit til athugasemda og ólíkra sjónarmiða. Sérstakur vinnufundur fór fram hjá ráðinu þar sem breytingar voru ræddar á reglunum. Í kjölfarið voru breytingar á reglunum ræddar og svo lagðar fyrir íþróttaráð og samþykktar án athugasemda eins og sjá má í 130. fundargerð íþróttaráðs,” segir í bókun allra aðalfulltrúa í íþróttaráði.

,,Ekki stendur til að breyta nýsamþykktum reglum, en þær eru teknar til endurskoðunar árlega. Í því sambandi verða heildaráhrif metin og samtal átt við önnur sveitarfélög,” segir í lok fundagerðar íþróttaráðs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar