Beiðni um að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamáli var í dag synjað af Hæstarétti. Það þýðir að Vatnsendamáli er endanlega lokið og eru engin mál nú fyrir dómsstólum sem tengjast eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda.
„Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ . Allri óvissu er nú lokið með þessari niðurstöðu sem er mjög jákvætt. Kópavogsbær þarf ekki lengur að gera ráð fyrir fjárkröfum vegna Vatnsendamálsins í ársreikningi, en gert hefur verið ráð fyrir þeim frá upphafi í bókum bæjarins,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.
Málið á aðdraganda til eignarnámssáttar Kópavogsbæjar árið 2007 í landi úr jörðinni Vatnsenda í Kópavogi. Árið 2018 var Kópavogsbæ stefnt af hálfu Þorsteins heitins Hjaltested um viðbótar eignarnámsbætur og skaðabætur vegna tapaðra leigutekna. Landsréttur sýknaði Kópavogsbær af fjárkröfunum í febrúar síðastliðnum, en þær námu 5,6 milljörðum króna. Beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested, sonar Þorsteins, um áfrýjun á þeim dómi hefur nú verið hafnað.