Það mun birta til

Í vonskuveðri og breytilegum sóttvarnaraðgerðum fer manni að lengja eftir vori og björtum sumarkvöldum.

Í gráum hversdagsleika höfum við þurft að fara á mis við samkomur og ýmsar menningartengdar uppákomur. Einhvern veginn hefur gleðinni verið slegið á frest enn sem komið er. Ég er algerlega sannfærð um að þessu ástandi fari að ljúka og okkur verður hleypt út eins og beljum að vori.
Þá verður kátt á hjalla. Menningarlífið í Kópavogi hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Með sköpunargleði listafólks og móttækilegum starfsmönnum menningardeildar Kópavogs hefur tekist að lyfta okkur upp úr fyrri kreppum og það sama verður upp á teningnum núna.

Lista og menningarráð leggur sig fram að styrkja viðburði og sköpun sem er íbúum bæði sýnileg og aðgengileg. Framundan átti að vera Ljóðstafur Jóns úr vör og Safnanótt. Þær dagssetningar hafa farið á flot, en munum gefa þeim mun meira í til að létta lund íbúa um leið og það er hægt.
Menningarhúsin hafa lagt sig fram undanfarin á að bjóða fólk velkomið „heim“ í þau. Börn eru sérstaklega hvött til að nota húsin og þá ekki til að læðast um í þeim. Heldur taka þátt í sköpun og stýringu sýninga. Kópavogur er að þessu leiti sannarlega barnvænn bær, þar sem að börn hafa rödd og á þau eru hlustað.

Sumarstörfin:

Með vorinu koma sumarstarfsmenn undan námsbókum og taka til við að fegra bæinn og létta undir í öðrum störfum. Sem fyrr hefur Kópavogur þá stefnu að ráða alla þá sem sækja um og gæta að þvi að bjóða upp á fjölbreytt störf. Slíkt hefur verið afar mikilvægt undanfarin ár þar sem að sumarvinnur hafa viða legið niðri vegna þrenglsa í atvinnulífnu. Alls bárust Kópavogsbæ 10.457umsóknir vegna sumarstarfa 2021. Er þetta töluverðaukning frá árinu 2020 þegar bárust um 7.256 umsóknir. Er þetta afleiðing þess ástands sem er í samfélaginu.

Vegna þess fjölda sem starfaði þar í sumar var farið í ýmis verkefni til að fegra bæinn sem ekki hefði verið farið í annars. Má þar meðal annars telja upp lagningu göngustíga á skógræktarsvæði, málun hljóðvarnargirðinga og aukin kraftur settur í skógræktarverkefni. Einnig létti Vinnumálastofnun undir með stuðningi ríkisvaldsins um að setja aukið fjármagn til sveitafélaga til að ráða í sumarstörf. Alls fékk Kópavogsbær 120 milljónir til sumarlauna.

Loftlagsstefna og kvíði:

Til vinnuslu á umhverfis og samgöngunefnd er núna unnið að loftlagsstefnu fyrir Kópavog. Ég tel það mikilvægt að bæjarbúar hafi áhrif á mótun stefnunnar þegar hún kemur úr vinnslu í nefnd. Fá mál eru jafn umtöluð eins og loftlagsmál, svo mikið að ungmenni hafa töluverðan kvíða vegna þessa sem er svo sem ekki á bætandi við núverandi sóttvarnarkvíða.

Það er alveg ljóst í mínum huga að þegar sóttvarnar-ástandi samfélagins linnir, þá munum við standa frammi fyrir miklum áskorunum er varðar vanlíðan einstaklinga og mögulega sérstaklega barna og ungmenna. Þessu þurfum við sem foreldrar, einstaklingar og sveitafélag að vera viðbúin. Sí-endurteknar sóttkvíar og brotakennd atvinnu-skóla og tómstundariðkun hefur áhrif á sálarlíf okkar allra.

Árið 2021 opnaði Kópavogsbær Geðræktarhús sem ætlað er að styða við geðrækt og lýðheilsu. Ég ber enn þá von í hjarta að það fallega hús opni frekar dyr sínar fyrir frjálsum félagasamtökum sem geta lagt okkur lið í að efla geðheilsu íbúa á öllum aldri, því ekki veitir okkur af liðstyrk til að taka á móti þeim sem þurfa leitar hjálpar.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar