Það er ýmislegt um að vera á Bókasafni Kópavogs

Úkraínska listakonan Viktoriia Leliuk hélt listasmiðju fyrir börn og fjölskyldur sl. laugardag.

Smiðjan fór fram á úkraínsku, íslensku og ensku. Þátttakendur saumuðu út í taupoka og bjuggu til listaverk úr úrklippum. Smiðjan einkenndist af mikilli sköpunargleði og hugmyndaauðgi. Smiðjan var hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og var styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus.

Sama dag hittist hópur fólks á viðburðin- um Tala og Spila, sem er vettvangur fyrir þau sem tala smá íslensku og vilja æfa sig í notalegu andrúmslofti yfir spilum og kaffi.

Hundarnir leiðréttta mann ekki

Bókasafnið heilsaði einnig haustinu með lúðraseitarsveiflu og ýmsum skapandi smiðjum og bauð börnum, sem eru að taka sín fyrstu skrefi í lestri, upp á að lesa fyrir sérþjálfaða hunda sem reynast vera með eindæmum góðir hlustendur og lausir við þann leiða ávana að leiðrétta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar