Það er ýmislegt um að vera á Bókasafni Kópavogs

Úkraínska listakonan Viktoriia Leliuk hélt listasmiðju fyrir börn og fjölskyldur sl. laugardag.

Smiðjan fór fram á úkraínsku, íslensku og ensku. Þátttakendur saumuðu út í taupoka og bjuggu til listaverk úr úrklippum. Smiðjan einkenndist af mikilli sköpunargleði og hugmyndaauðgi. Smiðjan var hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og var styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus.

Sama dag hittist hópur fólks á viðburðin- um Tala og Spila, sem er vettvangur fyrir þau sem tala smá íslensku og vilja æfa sig í notalegu andrúmslofti yfir spilum og kaffi.

Hundarnir leiðréttta mann ekki

Bókasafnið heilsaði einnig haustinu með lúðraseitarsveiflu og ýmsum skapandi smiðjum og bauð börnum, sem eru að taka sín fyrstu skrefi í lestri, upp á að lesa fyrir sérþjálfaða hunda sem reynast vera með eindæmum góðir hlustendur og lausir við þann leiða ávana að leiðrétta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins