Það er aldrei of seint að breyta um stefnu

Vel var mætt á erindi Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur á aðalsafni Bókasafns Kópavogs s.l. þriðjudag sem bar titilinn Sterkari í seinni hálfleik. Erindið fjallaði um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því að komast á miðjan aldur. Á miðjum aldri skapast visst frelsi, hjá bæði konum og körlum og fyrir langflesta skiptir sköpum fyrir seinni helming ævinnar að grípa boltann og skapa sér ný tækifæri. Gott er að líta tilbaka og skoða hvert maður er kominn og í framhaldinu að ákveða hvernig næstu ár eigi að líta út, að verða betri en ekki bitrari. Eins og Árelía sagði svo vel í erindi sínu: „það er aldrei of seint að breyta“. Hægt er að nálgast bók Árelíu Sterkari í seinni hálfleik, sem kom út 2017 á safninu.

Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni Konur eru alls konar og þann 8. nóvember n.k. kl. 17:00 flytur Steinunn Zophoníasdóttir erindi um breytingaskeiðið og þann 22. nóvember n.k. kl. 17:00 flytur Lukka Pálsdóttir erindi um heilbrigði og næringu. Sjá má frekari upplýsingar á heimasíðu Bókasafns Kópavogs og á Facebook-síðu safnsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar