Þá slepp ég við að borða fiskibollur fram að prófkjöri

Bolludagurinn var haldinn hátíðlegur víða um bæ á sl. mánudag.

Í Smáranum komu á annað hundrað manns í fiskibollur til Andra Steins Hilmarssonar, varabæjarfulltrúa og frambjóðanda. „Fiskibollurnar eru jafn ómissandi og rjómabollurnar á bolludaginn. Ég er mjög ánægður með mætinguna og það var gaman að sjá mörg andlit sem maður hefur ekki séð frá upphafi veirufaraldursins. Ég er feginn því að við séum að nálgast eðlilegt líf hvað það snertir. En líklega er ég fegnastur því að bollurnar hafi klárast, þá slepp ég við að borða fiskibollur fram að prófkjöri,“ segir Andri Steinn glettinn en með honum í eldhúsinu stóð vaktina Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis. „Ási er snillingur og þaulreyndur þegar kemur að svona veisluhöldum. Ég held að það megi læra mikið af þessum stjórnmálamönnum sem sinna kjósendum vel og eru í öflugu samtali við þá allt kjörtímabilið, en ekki bara rétt fyrir kosningar,“ segir hann að lokum.

Mynd: Andri Steinn frambjóðandi og Sonja Anaís Ríkharðsdóttir unnusta hans buðu upp á fiskibollur í Smáranum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar