Taktu þátt! Íþróttakona og íþróttakarl ársins í Kópavogi kosin af íbúum í netkosningu

Kópavogsbúar geta nú sjötta árið í röð kosið um íþróttakonu og íþróttakarl ársins. Í ár stendur valið stendur á milli 12 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilefningum frá íþróttafélögunum. Vægi atkvæðis íbúa er 40% á móti vægi íþróttaráðs. Kjósa má einn karl og eina konu. Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fá í sinn hlut farandbikar og eignarbikar auk peningaverðlauna. Kosning hófst þann 28. desember og lýkur á morgun 9. janúar. Kosningin er rafræn og fer fram á heimasíðu Kópavogs.

Mynd: Íþróttafólks Kópavogs 2020. Arnar Pétursson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Karen Sif Ársælsdóttir frjálsíþróttakona úr Breiðabliki

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar