Það er sannarlega dásamlegt að lesa á sumrin, hvort sem það er úti í sólinni, inni í tjaldi í rigningunni eða í notalegheitum upp í sófa með heitt te sér við hlið. Boðið er upp á sumarlestur fullorðinna í fyrsta sinn á Bókasafni Kópavogs í ár og er einfalt mál að skrá sig. Skráning fer fram á heimasíðu safnsins bokasafn.kopavogur.is/ og er þátttakandi þá kominn á sumarlestrarpóstlistann. Instagram-síða Bókasafns Kópavogs verður einnig undirlögð af Leslyndi í sumar og flott að fylgjast með til að fá flottar hugmyndir að næstu bók! Umsagnir verða nýttar til að koma góðum bókum á framfæri við aðra lesendur.
Þrjár leiðir eru í boði til að taka þátt í Leslyndi:
- Keppandinn: Til að taka virkan þátt í sumar og eiga möguleika á vinningi í hverri viku skráir þú þig fyrst í Leslyndið og sendir síðan inn umsögn um hverja bók sem þú lest í sumar.
- Klappliðið: Þátttakendur sem vilja skrá sig og vera með en ætla aðallega að sjá hvað annað fólk les í sumar og vilja eiga séns á vinning ef góð bók dettur í fangið á þeim, sendið bara inn umsögn ef þetta gerist.
- Áhorfandinn: Fyrir þau sem vilja ekki skrá sig en taka þátt úr öruggri fjarlægð gera það með því að fylgjast með á Instagram-síðu Bókasafns Kópavogs instagram.com/bokasafnkopavogs/.
Dreginn verður út vinningshafi vikulega í allt sumar og hvetjum við alla til að taka þátt. Það má alltaf líka kíkja við í afgreiðslunni á safninu og fá góðar ábendingar um bækur til að lesa í sumar. Verið velkomin.