Sýnishorna- og lagersala AS WE GROW

Sýnishorna- og lagersala á eldri línum og einstökum gersemum úr fjársjóðskistu AS WE GROW verður föstudaginn 24. maí kl. 12-18 og laugardaginn 12-17 í verslun As We Grow á Klapparstíg 29, 101 Reykjavík. 

Um er að ræða sölu á barnafötum; peysum, kjólum, skyrtum og buxum á bilinu 2000kr – 5000kr og síðustu eintökum af völdum fullorðinsvörum. 

AS WE GROW er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands og í umsögn dómnefndar segir:

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman. 

www.aswegrow.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar