Svona verk eru ekki sakleysislegur leikur heldur alvarleg skemmdarverk

Skemmdarverk voru unnin á gömlum trjálundi ofan við Lindaskóla í Kópavogi fyrir skemmstu, en athugull vegfarandi sendi myndir af tjóninu til Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar, sem brást tafarlaust við. Trjálundurinn, sem kenndur er við húsið Tungu, er merkilegur að því leyti að trén þar eru eldri en sjálfur Kópavogsbær og mynda hluta af menningar- og náttúruarfi bæjarins. „Einhverjir virðast hafa verið að reyna að gera trjáhús, saga og brjóta greinar, skemma börk, negla spýtur í stofn og þannig stórskaða tréð,“ segir Friðrik. „Við fjarlægðum spýtur og annað rusl strax, en tréð verður lengi að jafna sig eftir þetta.“

Trén eru hluti af sameign bæjarbúa og undir vernd bæjarins. Friðrik bendir á að þó að ætlunin hafi eflaust verið saklaus leikur, beri bæði börn og forráðamenn þeirra ábyrgð og þurfi að skilja mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. „Svona verk eru ekki sakleysislegur leikur heldur alvarleg skemmdarverk. Við verðum öll að standa vörð um náttúruna okkar og kenna börnunum okkar að gera slíkt hið sama,“ segir garðyrkjustjórinn að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins