Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir mætir á Lindasafn í dag

Kíktu þá við á Lindasafni í dag, 1. október kl. 18 þar sem súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir fer yfir grunnaðferðir við að sýra og pækla grænmeti, fræðir okkur um hollustu og notkunarmöguleika ásamt því hvaða hráefni hentar best. Þátttakendur fá tækifæri til að útbúa sína eigin krukku með grænmeti úr haustuppskeru matjurtagarðs Lindasafns.

Krukkur verða seldar á staðnum en velkomið að koma með sína eigin smellukrukku (ca 800 ml – 1 líter) og litla krukku sem passar ofaní þá stærri til að nota sem farg.

Boðið verður upp á girnilegt súrkálssmakk. Frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins